Fjármálaráðuneytið hefur greitt tæpar 600 milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu frá 1. janúar árið 2009 þar til 1. október í ár. Stærstur hlutinn er vegna lögfræðiþjónustu, sem ráðuneytið hefur keypt í tengslum við Icesave-málið og málefni banka og sparisjóða.
Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Kristján hefur spurt alla ráðherra um kostnað vegna sérfræðiþjónustu á umræddu tímabili.
Hæstu fjárhæðina hefur lögfræðistofan Hawkpoint Partners fengið, rúmar 246 milljónir króna. Þá hefur lögfræðistofan Cleary Gottleib Steen & Hamilton fengið 58 milljónir greiddar og Juris um 46 milljónir króna.