Óveður gerði víða usla

Gamla varðskipið Þór slitnaði frá bryggju í óveðrinu og rak …
Gamla varðskipið Þór slitnaði frá bryggju í óveðrinu og rak upp á grynningar þar sem það strandaði. mbl.is/RAX

Snjóflóðahætta var hvergi á byggðu bóli hér á landi í gær­kvöldi, að mati sér­fræðinga Veður­stofu Íslands. Ástandið verður metið aft­ur þegar birt­ir í dag og sést til fjalla.

Veður­fræðing­ur sem var á vakt í gær­kvöldi sagði að nokkr­ir þekkt­ir snjóflóðastaðir við vegi á norðan­verðu land­inu gætu verið var­huga­verðir og viðbúið að snjóflóð féllu á ein­hverja þeirra í nótt.

Lög­regl­an á Húsa­vík varaði við snjóflóðahættu í Dals­mynni í Fnjóska­dal í gær og var veg­in­um lokað þess vegna. Veg­ur­inn um Vík­ur­skarð lokaðist vegna ófærðar í gær og þá fór um­ferð að aukast um Dals­mynni. Leiðinni var því lokað til ör­ygg­is. Veður­stof­an nefndi einnig Siglu­fjarðar­veg og Ólafs­fjarðar­múla varðandi mögu­lega snjóflóðahættu.

Björg­un­ar­sveitar­fólk hafði í nógu að snú­ast í gær við að aðstoða fólk í ófærð og hemja hluti sem voru að fjúka. Mjög hægðist um hjá björg­un­ar­sveit­um um kvöld­mat í gær, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um veður­ham­inn og af­leiðing­ar hans í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert