Óveður gerði víða usla

Gamla varðskipið Þór slitnaði frá bryggju í óveðrinu og rak …
Gamla varðskipið Þór slitnaði frá bryggju í óveðrinu og rak upp á grynningar þar sem það strandaði. mbl.is/RAX

Snjóflóðahætta var hvergi á byggðu bóli hér á landi í gærkvöldi, að mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands. Ástandið verður metið aftur þegar birtir í dag og sést til fjalla.

Veðurfræðingur sem var á vakt í gærkvöldi sagði að nokkrir þekktir snjóflóðastaðir við vegi á norðanverðu landinu gætu verið varhugaverðir og viðbúið að snjóflóð féllu á einhverja þeirra í nótt.

Lögreglan á Húsavík varaði við snjóflóðahættu í Dalsmynni í Fnjóskadal í gær og var veginum lokað þess vegna. Vegurinn um Víkurskarð lokaðist vegna ófærðar í gær og þá fór umferð að aukast um Dalsmynni. Leiðinni var því lokað til öryggis. Veðurstofan nefndi einnig Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla varðandi mögulega snjóflóðahættu.

Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í gær við að aðstoða fólk í ófærð og hemja hluti sem voru að fjúka. Mjög hægðist um hjá björgunarsveitum um kvöldmat í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurhaminn og afleiðingar hans í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert