Spilavíti ekki á dagskrá í ráðuneytinu

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið ætlar ekki vinna að undirbúningi löggjafar um spilavíti, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra.

Fyrir ríflega ári barst erindi til dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra í sambandi við rekstur spilavíta hérlendis. Iðnaðarráðuneytið leitaði umsagna og voru þær almennt neikvæðar. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn því og tók undir orð landlæknis um neikvæð áhrif spilavíta á heilsu landsmanna. Á meðal lögreglustjóra voru viðhorfin líka neikvæð. Iðnaðarráðuneytið ákvað að beita sér ekki fyrir lögleiðingu þessarar starfsemi og Halla segir að sama viðhorf ríki í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert