Vísar ásökunum þingmanns á bug

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Eggert Jóhannesson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra vís­ar al­farið á bug ásök­un­um Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar alþing­is­manns um að „ráðuneytið hafi gefið Alþingi vís­vit­andi röng svör og leynt upp­lýs­ing­um,“ seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðherra.

Yf­ir­lýs­ing­in er svohljóðandi:

„For­sæt­is­ráðherra vís­ar al­farið á bug til­efn­is­laus­um og ósæmi­leg­um ásök­un­um og full­yrðing­um alþing­is­manns­ins Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um að ráðuneytið hafi gefið Alþingi vís­vit­andi röng svör og leynt upp­lýs­ing­um og þeim al­var­legu dylgj­um að það sé gert vegna póli­tískra tengsla for­sæt­is­ráðherra við ein­stak­linga sem málið varðar. Svör­in voru öll unn­in af fyllstu vand­virkni og eft­ir bestu vit­und en úr­vinnsl­an var í hönd­um Fjár­sýslu rík­is­ins og allra ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands.

Mála­til­búnaður alþing­is­manns­ins stenst enga skoðun og er al­var­leg aðför að starfs­heiðri starfs­manna Stjórn­ar­ráðsins eins og ít­ar­lega er rakið í meðfylgj­andi bréfi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is sem sent var í dag.

Svar for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins var grund­vallað á sam­hljóða svör­um þeirra 12 ráðuneyta sem fengu fyr­ir­spurn­ir alþing­is­manns­ins send­ar en eins og fram kem­ur í bréf­inu þurfti ítekað að kalla eft­ir mis­mun­andi svör­um ráðuneyt­anna þar sem alþing­ismaður­inn breytti fyr­ir­spurn­um sín­um fjór­um sinn­um. Eðli máls­ins sam­kvæmt tafði þessi hringlanda­hátt­ur fyr­ir­spyrj­anda skil á end­an­leg­um svör­um. For­sæt­is­ráðuneytið full­yrðir að öll ráðuneyt­in hafi unnið svör sín eft­ir bestu sam­visku og ráðuneytið harm­ar þær ásak­an­ir sem þingmaður­inn ber á þá starfs­menn tólf ráðuneyta sem unnu svör­in og leyndu engu.“

Sak­ar for­sæt­is­ráðherra um að leyna upp­lýs­ing­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert