Blinda og ófærð á Egilsstöðum

Óveður er nú á Egilsstöðum og þar i kring. Björgunarsveitin …
Óveður er nú á Egilsstöðum og þar i kring. Björgunarsveitin Hérað hefur aðstoðað ökumenn í vanda. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Skyggnið er lítið sem ekkert og færðin lítið skemmtileg. Þetta er bara fjórhjóladrifsfæri,“ sagði Ívar Hlynsson, félagi í Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum. Hann var ásamt félögum sínum að aðstoða ökumenn sem festust í ófærðinni.

Mjög vont skyggni og ófærð eru nú á Egilsstöðum. Útkall barst í hádeginu vegna tveggja bíla, fólksbíls og jeppa, sem væru fastir í Fjarðaheiðinni, Egilsstaðamegin. Björgunarsveitin Hérað fór upp og aðstoðaði fólksbílinn en jeppinn virtist hafa komist leiðar sinnar.

„Við að rúnta í bænum og sjá hvort við finnum einhverja fasta og hjálpum þeim,“ sagði Ívar. „Við erum að kippa upp einum sem var fastur hér innanbæjar núna.“

Þröstur Sigurðsson, formaður Björgunarsveitarinnar Héraðs, sagði að það væri vitlaust veður á Egilsstöðum og sæist varla á milli húsa.  Hann sagði að gott veður væri á Seyðisfirði en vont Egilsstaðamegin í Fjarðarheiðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert