Hugmyndir Gunnars óraunhæfar

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

„Hugmyndir Gunnars eru lýðskrum og lýsa fádæma hroka enda gefa þær til kynna að við hin í bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins, sem vann að fjárhagsáætluninni, séum óhæf til að taka slíkar ákvarðanir,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.

Gunnar I. Birgisson kynnti í gær sína eigin fjárhagsáætlun fyrir Kópavogsbæ. Hann var eini bæjarfulltrúinn sem ekki vann að gerð fjárhagsáætlunar sem lögð var fram síðastliðinn þriðjudag og fer í aðra umræðu í næstu viku. Gunnar taldi að tillögur meirihluta bæjarstjórnar um að hækka skatta og þjónustugjöld væru óþarfar.

Guðríður segir hugmyndir Gunnars vera öldungis óraunhæfar. „Hann leggur til mikinn flatan niðurskurð en staðreynd málsins er sú að öll fita hefur þegar verið skorin af í starfsemi bæjarins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert