Mikill erill og mannfjöldi

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Július

Gríðarmikill erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Mikill mannfjöldi var í miðbænum að skemmta sér og sést yfirleitt ekki annað eins nema á sérstökum hátíðisdögum, að sögn varðstjóra. Mikið var um útköll vegna smápústra, ölvunar og nokkurra líkamsárása. Ólíklegt er þó talið að mikil eftirmál verði vegna þess.

Veður var ágætt þótt það væri svolítið kalt. Ekki tók að hægjast um fyrr en um sexleytið, en fólk var enn í bænum á 9. tímanum í morgun. Tveir voru teknir vegna ölvunar við akstur. Sjö voru í fangageymslu lögreglunnar í morgun, sem þykir ekki mikið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert