Segir Jóhönnu staðfesta leynd

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Golli

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður, seg­ir að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, staðfesti í bréfi sínu til for­sæt­is­nefnd­ar að hún hafi leynt  Alþingi upp­lýs­ing­um. „Ef for­sæt­is­ráðherra kemst hjá því að svara spurn­ing­um þings­ins get­ur það ekki sinnt eft­ir­lits­skyldu sinni,“ seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu Guðlaugs.

Eft­ir­far­andi til­kynn­ing var send í nafni Guðlaugs Þórs:

„For­sæt­is­ráðherra staðfesti með bréfi sínu til for­sæt­is­nefnd­ar í gær að hún leyndi Alþingi upp­lýs­ing­um í svari sínu frá 15. des­em­ber. Á því ber hún ábyrgð og get­ur ekki skýlt sér á bak við starfs­menn stjórn­ar­ráðsins eins og hún gerði til­raun til, með yf­ir­lýs­ingu sinni í gær.

Efni máls­ins er ein­falt, í svari sínu til Alþing­is við fyr­ir­spurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjón­ustu, ráðgjöf og sér­verk­efni þann 15. des­em­ber voru mörg dæmi um röng og ófull­nægj­andi svör. Þar með talið var ekki til­greind­ur kostnaður vegna verk­efna Stef­áns Ólafs­son­ar, Sig­ur­bjarg­ar Sig­ur­geirs­dótt­ur og Þórólfs Matth­ías­son­ar. For­sæt­isáðherra reyn­ir að af­vega­leiða umræðuna, nú með að reyna láta líta út fyr­ir að málið snú­ist um reikn­inga­gerð en ekki kostnað.

Eins og kem­ur fram á ein­um stað í svari ráðherra:
„Í þriðja lagi til­grein­ir efna­hags- og viðskiptaráðuneytið ekki í svari sínu verk­efni Þórólfs Matth­ías­son­ar sem hlýt­ur þókn­un fyr­ir setu í eft­ir­lits­nefnd með fram­kvæmd sér­tækr­ar skuldaaðlög­un­ar sem starfar sam­kvæmt lög­um nr. 107/​2009. Þær greiðslur eru því ekki innt­ar af hendi sam­kvæmt reikn­ingi.“

Spurn­ing und­ir­ritaðs var ekki um bók­halds­lykla held­ur um kostnað sem greidd­ur er af al­manna­fé.  Það er mjög al­var­legt ráðherra tel­ur að tíma­bund­in verk­efni sem ráðið er í án aug­lýs­ing­ar telj­ist til al­menns starfs­manna­halds! Eins og seg­ir á ein­um stað í yf­ir­lýs­ing­unni:

„Hvað varðar ut­an­rík­is­ráðuneytið og heil­brigðisráðuneytið þá töldu hvorki þau ráðuneyti né aðrir sem unnu að svar­inu í 12 ráðuneyt­um að fyr­ir­spurn alþing­is­manns­ins beind­ist að al­mennu starfs­manna­haldi í ráðuneyt­un­um.“

Ef það er sjón­ar­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ráðning í tíma­bundn­ar stöður án aug­lýs­ing­ar flokk­ist und­ir al­mennt starfs­manna­hald, hlýt­ur það að kalla á frek­ar skoðun á þess­um mál­um. Það er því mik­il­vægt að óháður aðili skoði málið og þingið láti ekki fram­kvæmda­valdið kom­ast hjá því að gegna lög­bund­inni skyldu sinni.

Aðfinnsl­ur und­ir­ritaðs sner­ust á eng­an hátt um starfs­menn Stjórn­ar­ráðsins og vinnu­brögð þeirra held­ur um ábyrgð Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sem for­sæt­is­ráðherra gagn­vart Alþingi. Með því að skýla sér á bak við starfs­mennn Stjórn­ar­ráðsins op­in­ber­ar for­sæt­is­ráðherra vanþekk­ingu sína og virðing­ar­leysi gagn­vart ábyrgð ráðherra og góðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Öllum sem skoða þetta mál er ljóst að ráðherra hef­ur reynt að af­vega­leiða umræðuna og leyna þingið upp­lýs­ing­um.  Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra lagði fram á Alþingi svar sitt við fyr­ir­spurn und­ir­ritaðs und­ir kvöld, miðviku­dag­inn 15. des­em­ber. Það var ekki lagt fram í nafni starfs­manna Stjórn­ar­ráðs Íslands. Svör for­sæt­is­ráðherra voru ófull­nægj­andi eða röng og því fer und­ir­ritaður fram á skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar. For­sæt­is­ráðherra ber ábyrgð á svari sínu og þarf að gang­ast við henni.

Ef for­sæt­is­ráðherra kemst hjá því að svara spurn­ing­um þings­ins get­ur það ekki sinnt eft­ir­lits­skyldu sinni. Öllum ætti að vera ljóst hversu al­var­legt það er.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert