Álögur þyngja stöðuna

Sigurður Bessason, formaður Eflingar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar.

Álög­ur á launa­fólk í ný­samþykkt­um fjár­lög­um og fjár­hags­áætl­un­um sveit­ar­fé­laga þyngja mjög stöðuna við end­ur­nýj­un kjara­samn­inga, að mati Sig­urðar Bessa­son­ar, for­manns Efl­ing­ar. End­an­leg­ar launakröf­ur verða vænt­an­lega ekki til fyrr en upp úr ára­mót­um.

Samn­inga­nefnd Flóa­fé­lag­anna svo­nefndu, þ.e. Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags, Hlíf­ar og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is, mun vænt­an­lega eiga fyrsta samn­inga­fund­inn með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins á miðviku­dag­inn.

Sig­urður seg­ir að menn hafi beðið eft­ir af­greiðslu fjár­laga og viljað sjá lín­urn­ar í fjár­hags­áætl­un­um sveit­ar­fé­lag­anna. „Þetta er allt að skýr­ast núna og fátt af því mjög gleðilegt,“ seg­ir hann.

„Það er al­veg ljóst að þetta mun þyngja stöðuna mjög mikið,“ seg­ir hann um þær álög­ur sem fel­ast í fjár­lög­um næsta árs og vænt­an­legri af­greiðslu fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga.

„Það er verið að senda mikl­ar álög­ur til fólks. Við erum ekki kom­in með heild­armat á það en þetta mun þyngja leiðina að því að finn lausn­ir sem við þurf­um að ná í gegn­um kjara­samn­ing­ana ef við ætl­um að end­ur­reisa eitt­hvað í sam­fé­lag­inu. Það er ljóst að launakröf­urn­ar sjálf­ar verða vænt­an­lega unn­ar um eða upp úr ára­mót­un­um. Við höf­um lagt mikla áherslu á að menn búi til breiða sam­stöðu alls launa­fólks um úr­lausn­ir og við upp­setn­ingu kröfu­gerðar. Við þurf­um sann­ar­lega á því að halda að reisa kaup­mátt­inn við,“ seg­ir hann.

Sig­urður seg­ir ekki síst mik­il­vægt að finna leiðir til að end­ur­reisa at­vinnu­lífið. „Í haust hef­ur þeim fjölgað sem misst hafa vinn­una. Við get­um ekki búið við það til lang­frama að hér sé viðvar­andi frá 7% og upp í 12% at­vinnu­leysi. Það er mis­mun­andi eft­ir starfs­grein­um en í okk­ar um­hverfi eru 11-12% án at­vinnu,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert