Beinist að Steingrími

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Eggert Jóhannesson

„Gagn­rýn­in bein­ist að þeim sem ber ábyrgðina á fjár­lög­un­um, fjár­málaráðherr­an­um sem legg­ur þau fram með stuðningi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Spjót­in bein­ast því fyrst og fremst að for­manni VG, Stein­grími J. Sig­fús­syni,“ seg­ir dr. Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur um átök­in inn­an VG.

Eins og rakið er í Morg­un­blaðinu í dag lögðu sex af 15 þing­mönn­um Vinstri grænna á ráðin um hjá­setu þriggja þing­manna við af­greiðslu fjár­laga, þ.e. þing­mann­anna Atla Gísla­son­ar, Ásmund­ar Daða Ein­ars­son­ar og Lilju Móses­dótt­ur.

Stef­an­ía seg­ir átök­in inn­an þing­flokks Vinstri grænna eiga sér dýpri ræt­ur.

„Hjá­seta þing­mann­anna er birt­ing­ar­mynd átaka sem hafa plagað þing­flokk Vinstri grænna allt frá upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. Enn sem komið er hef­ur þó eng­inn sagt sig úr þing­flokkn­um né nokk­ur áber­andi for­ystumaður sagt skilið við VG.“

„Bullandi valda­bar­átta“ inn­an VG

- Er Lilja á út­leið?

„Það fer al­veg eft­ir því hvernig hún met­ur styrk sinn. Hefði hún farið ein gegn for­yst­unni hefði ég spáð því að hún yf­ir­gæfi þing­flokk­inn í kjöl­farið. En á dag­inn kom að tveir aðrir þing­menn fylgdu henni að mál­um og að aðrir nán­ir sam­starfs­menn í þing­flokkn­um voru vel upp­lýst­ir um að þing­menn­irn­ir ætluðu að sitja hjá.

Því er ljóst að Lilja er ekki ein­angruð í þing­flokkn­um. Málið sýn­ir miklu frem­ur að það er bullandi valda­bar­áttu í gangi inn­an VG. Bæði Lilja og fé­lag­ar henn­ar hafa fengið hvatn­ingu um að fara gegn for­ystu flokks­ins sem sögð er hafa brotið stefnu flokks­ins í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu við Sam­fylk­ing­una.“

En mun þetta ganga svona áfram?

„Það hlýt­ur að draga til frek­ari tíðinda á næsta stór­fundi hjá Vinstri græn­um. Ef andstaðan inn­an VG hef­ur raun­veru­leg­an styrk hlýt­ur hún að vera far­in að huga að breyt­ing­um á for­yst­unni,“ seg­ir Stef­an­ía.

Dr. Stefanía Óskarsdóttir.
Dr. Stef­an­ía Óskars­dótt­ir.
Vel virtist fara á með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, …
Vel virt­ist fara á með Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­manni VG, og þing­mönn­un­um Atla Gísla­syni og Lilju Móses­dótt­ur á þing­flokks­fundi fyrr á kjör­tíma­bil­inu. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert