Búið að opna Víkurskarð

Mokað í Víkurskarði.
Mokað í Víkurskarði.

Búið er að opna veginn um Víkurskarð á ný en þar var flutningabíll fastur og tafði það mokstur. Þæfingsfærð er þó víða á Norðurlandi, þar á meðal á milli Sauðárkróks og Hofsóss og Öxnadalsheiði er enn þungfær og mokstur gengur heldur seint. 

Björgunarsveitarmenn á Svalbarðsströnd voru kallaðir út í nótt til að aðstoða ökumann í Víkurskarði, sem hafi fest bíl sinn þar.

Vegir eru auðir um allt sunnanvert landið, frá Höfn í Hornafirði og vestur í Borgarfjörð.  Á Snæfellsnesi og í Dölum víðast hvar skafrenningur og nokkur hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er þó á Fróðárheiði og í Svínadal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert