Efnin verði ekki bönnuð

Notkun fjölfosfata við saltfiskframleiðslu hafa verið umdeild.
Notkun fjölfosfata við saltfiskframleiðslu hafa verið umdeild. mbl.is/Kristján

Bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur hvet­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til að draga til baka ákvörðun um að banna blönd­un fjöl­fos­fata í salt­fisk og létt­saltaðan fisk. Álykt­un þessa efn­is var samþykkt sam­hljóða í bæj­ar­stjórn.

Bæj­ar­stjórn vek­ur at­hygli á því að sam­kvæmt nú­gild­andi regl­um er ekki búið að taka fyr­ir notk­un á fjöl­fos­föt­um í salt­fisk­fram­leiðslu. Hún tel­ur því eðli­legra að ráðherra fylgi m.a. for­dæmi Dana og Fær­ey­inga og bíði niður­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins, sem skoðar nú að heim­ila notk­un á fjöl­fos­föt­um í salt­fisk­fram­leiðslu.

„Ljóst er að um veru­lega hags­muni er að ræða fyr­ir ís­lenska salt­fisk­fram­leiðend­ur og nauðsyn­legt að þeir sitji við sama borð og fram­leiðend­ur í öðrum lönd­um. Áætlað er að fram­leiðsla á salt­fiski skapi um 30 millj­arða út­flutn­ingstekna á Íslandi, en þar af komi að minnsta kosti 20% frá Grinda­vík,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur býður sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í heim­sókn til Grinda­vík­ur til að kynna sér málið með bæj­ar­yf­ir­völd­um og salt­fisk­fram­leiðend­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert