Enn talsverðar tafir á flugi

Beðið eftir flugi í Edinborg í morgun
Beðið eftir flugi í Edinborg í morgun Reuters

Talsverðar tafir eru enn á flugi til Íslands frá Bretlandi og meginlandi Evrópu en víða hefur snjó og ísing hamlað flugi undanfarna daga. Bæði Icelandair og Iceland Express eiga von á að flug verði komið á áætlun í lok dags. Eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með flugáætlun því hún getur breyst með stuttum fyrirvara.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hefur verið bætt við aukavél á París og Lundúnir í kvöld þar sem flugi til þessara borga var aflýst í gær. Áætlað er að flug  Icelandair frá París lendi klukkan 20 í kvöld í stað 15:50.

Vél Icelandair sem er að koma frá Heathrow flugvelli í Lundúnum er áætlun til Keflavíkur klukkan 16:30 en hún átti að lenda klukkan 12. 

Áætlað er að flugvél Iceland Express frá Gatwick flugvelli lendi hér á landi klukkan 17 en til stóð að hún kæmi hingað til lands klukkan 13:50. Samkvæmt upplýsingum frá Iceland Express hefur ekki þurft að bæta við aukavélum en vonir standi til að allt flug verði komið á áætlun í fyrramálið.

Eins er seinkun á flugi frá Kaupmannahöfn, Frankfurt og fleiri stöðum.

Á vef BBC kemur fram að þúsundir flugferða og lestarferða hefur verið aflýst í Evrópu vegna snjóþyngsla og ísingar. Þar kemur fram að afar fáar flugvélar hafi farið frá Heathrow- flugvelli í dag, en hann er fjölsóttasti flugvöllur Evrópu. Einungis hefur þriðjungur flugs um flugvelli Parísar og Frankfurt farið í dag.

Ekkert verður flogið um flugvöllinn í Brussel fyrr en á miðvikudag vegna skorts á afísingarvökva á flugvellinum.

í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa veðurfræðingar varað við því að svipuð veðurspá sé fyrir alla vikuna.


Það er svo kalt á sumum stöðum í Bretlandi að …
Það er svo kalt á sumum stöðum í Bretlandi að meira að segja jólasveinninn leggur ekki í að fara út. Reuters
Ískaldur strætó í Malmö í Svíþjóð í morgun
Ískaldur strætó í Malmö í Svíþjóð í morgun SCANPIX SWEDEN
Hætt er við því að ekki komist á áfangastað á …
Hætt er við því að ekki komist á áfangastað á tilsettum tíma í dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert