„Hjáseta kom ekki til greina“

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Ómar Óskarsson

Ögmund­ur Jónas­son, dóms­málaráðherra, seg­ist fyrst hafa fengið að vita af hjá­setu þriggja þing­manna Vinsti grænna við at­kvæðagreiðslu um fjár­laga­frum­varpið, á þing­flokks­fundi sem hald­inn var um morg­un­inn, áður en gengið var til at­kvæðagreiðslu um fjár­laga­frum­varpið.

Á forsíðu Morg­un­blaðsins í dag seg­ir að Ögmund­ur hafi setið fund með þess­um þrem­ur þing­mönn­um, þeim Lilju Móses­dótt­ur, Atla Gísla­syni og Ásmundi Ein­ari Daðasyni, þar sem ákvörðun hafi verið tek­in um hjá­setu þeirra í at­kvæðagreiðslu um fjár­laga­frum­varpið.

„Það er rétt að ég var á þeim fundi sem þarna var vísað til. Þar lágu eng­ar slík­ar ákv­arðanir fyr­ir,“ sagði Ögmund­ur í sam­tali við mbl.is „Þetta fólk tók sína ákvörðun og verða að svara fyr­ir það hvers vegna þau gerðu það. Þetta var ekki borið und­ir mig.“

Tóku ákvörðun á eig­in for­send­um

„Við skul­um færa okk­ur út úr far­vegi gam­alla valda­stjórn­mála, þar sem fólki er skipað fyr­ir verk­um. Ég held að þetta fólk láti ekk­ert skipa sér fyr­ir verk­um, held­ur taki það sína eig­in ákvörðun á sín­um for­send­um. Síðan get­ur fólk skipst á skoðunum um mál­in. Ég hef átt það sam­merkt með þessu fólki að vera mjög gagn­rýn­inn á áhersl­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og ýmsa aðra hluti og það er ekk­ert óeðli­legt að við ræðum mál­in okk­ar á milli. En það er síðan hvers og eins að taka ákvörðun.“

En kom það til greina af þinni hálfu að sitja hjá við at­kvæðagreiðsluna? 

„Það kom ekki til greina í mín­um huga að sitja hjá við þessa at­kvæðagreiðslu.“

Tek­ur ekki und­ir orð Stein­gríms J.

Haft er eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­manni VG, að þeir þrír þing­menn, sem sátu hjá við at­kvæðagreiðsluna, geti ekki setið áfram í þing­flokkn­um „eins og ekk­ert hafi í skorist.“ Ögmund­ur seg­ist ekki geta tekið und­ir þau orð.

„Nei, það geri ég ekki. Þetta fólk er rétt­kjörið inn á þing eins og aðrir þing­menn. Það bauð sig fram und­ir merkj­um til­tek­ins stjórn­mála­flokks. Að því að ég fæ best séð hafa þau verið trú þeim kosn­ingalof­orðum sem þau gáfu.“

Ögmund­ur seg­ir að  staðan í þing­flokki Vinstri grænna sé sú að margt þurfi að ræða núna. „Við erum sam­mála um sumt, ekki allt. Eins og ger­ist í stjórn­mál­um. “

Eruð þið sam­mála um að vera ósam­mála? „Ég er nú ekki  viss um að all­ir myndu taka und­ir það.  En ég er frek­ar á þeirri línu í líf­inu að það sé ekk­ert slæmt að mis­mun­andi sjón­ar­mið séu uppi. En því er ekki að leyna að það hafa verið mis­mun­andi áhersl­ur hvað varðar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og stefnu hans.“

Eru at­b­urðir síðustu daga þá hluti af eðli­leg­um skoðana­skipt­um í stjórn­mál­um? „Já, það finnst mér.“

Erfitt að segja til um eft­ir­mál

Ögmund­ur tel­ur að erfitt sé að segja til um hver eft­ir­mál­in af hjá­set­unni verða. „Ég ætla ekk­ert að gefa mér um það. Ég vona að svo verði ekki. En það er ljóst að það eru sterk­ar skoðanir á áhersl­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á mjög hraðfara niður­skurði á út­gjöld­um til vel­ferðar­mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert