Líkir Þráni við fjósamann

Kýr í fjósi. Hvar skyldi fjós Þráins leynast?
Kýr í fjósi. Hvar skyldi fjós Þráins leynast? mbl.is/RAX

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að deilur um Icesave-málið geti reynst banabiti ríkisstjórnarinnar. Guðni segir líf ríkisstjórnarinnar hanga á bláþræði og að bjargvætturinn, Þráinn Bertelsson, hafi reynst „glópalán“ Samfylkingar sem framlengdi líf stjórnarinnar.  

„Hafi líf ríkisstjórnarinnar einhvern tíma hangið á bláþræði gerir það núna. Fjárlög eru hjartsláttur samstarfsins á hverjum tíma. Glópalán Samfylkingarinnar sem hins nýja valdaflokks landsins var hinsvegar það að fyrr á árinu rak á fjörur Vinstri-Grænna mikinn öldung.

Væri Þráinn Bertelsson ekki kominn heim í sitt fjós væru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. Flokkar og menn sem fara frjálslega með sín helgustu boðorð í stefnunni lenda fyrr eða síðar í uppgjöri. Þremenningarnir í VG eru lagðir af stað í uppgjör.

Vinstri Grænir eru á svipuðu róli og Framsóknarflokkurinn var í Evrópumálinu nema kominn lengra með aðra löppina inní Evrópusambandið. Skuldir óreiðumanna í Icesave-pakkanum angrar einnig sálarlíf vinstrimanna, þar gæti legið annar banabiti. Nýja árið getur orðið róstusamt hjá ríkisstjórninni. Ísland er fyrst og fremst statt í pólitískri kreppu, því fylgja miklar kvalir og sundrung,“ segir Guðni.

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson. mbl.is/Golli
Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert