Reiddist við lögreglu og hellti úr ruslagámi

Ísafjörður
Ísafjörður mbl.is/Brynjar Gauti

Ökumaður sem var stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur á Ísafirði um helgina var afar ósáttur við afskipti lögreglu. Eftir að hafa ausið úr skálum reiði sinnar við lögregluna yfirgaf hann lögreglustöðina.

Hann sá sig hins vegar knúinn til að taka ruslagám, á hjólum við grunnskólann á Ísafirði, rúlla honum út á gatnamót Austurvegar/Hafnarstrætis. Þar sturtaði hann úr gámnum, sem mest var pappírsdrasl, jós því upp í vindinn, sem var allnokkur á þessum tíma, eingöngu til að ruslið dreifðist sem víðast, segir í dagbók lögreglu á Vestfjörðum.

Á maðurinn yfir höfði sér kæru fyrir að dreifa ruslinu en kalla varð út bæjarstarfsmenn til að þrífa miðbæinn eftir atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert