Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi. mbl.is

For­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur samþykkt beiðni Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um að krefja Rík­is­end­ur­skoðun um skýrslu um hvernig kostnaður ráðuneyta skipt­ist við aðkeypta þjón­ustu, ráðgjöf og sér­verk­efni nú­ver­andi starfs­manna fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands á tíma­bil­inu maí 2007 til nóv­em­ber 2010.

Þetta staðfesti Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þá mun Rík­is­end­ur­skoðun kanna hvernig kostnaður­inn skipt­ist eft­ir ein­stök­um sér­verk­efn­um, þjón­ustu og ráðgjöf milli nú­ver­andi starfs­manna fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands og fé­laga þeirra.

Í beiðni Guðlaugs Þórs seg­ir að um sé að ræða alla aðkeypta þjón­ustu, ráðgjöf og sér­verk­efni. Hvort sem um er að ræða tíma­bund­in störf eða verk­taka­vinnu. Guðlaug­ur Þór seg­ir til­efni ósk­ar sinn­ar vera skrif­lega svör sem hann fékk frá for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjón­ustu en Guðlaug­ur full­yrðir að svör ráðherra séu röng.

Þessu vísaði for­sæt­is­ráðuneytið á bug í yf­ir­lýs­ingu, sem birt­ist á laug­ar­dag. Sagði þar, að svör­in hefðu öll verið unn­in af fyllstu vand­virkni og eft­ir bestu vit­und en úr­vinnsl­an verið í hönd­um Fjár­sýslu rík­is­ins og allra ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands. Mála­til­búnaður alþing­is­manns­ins stand­ist enga skoðun og sé al­var­leg aðför að starfs­heiðri starfs­manna Stjórn­ar­ráðsins.

Sak­ar for­sæt­is­ráðherra um að leyna upp­lýs­ing­um

Vís­ar ásök­un­um þing­manns á bug

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert