Ásatrúarmenn blóta sólstöður

Frá sólstöðublóti Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð síðdegis í dag.
Frá sólstöðublóti Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð síðdegis í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í dag fögnuðu Ásatrúarmenn vetrarsólstöðum með því að blóta í Öskjuhlíðinni. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og forstöðumaður Ásatrúarfélagsins, segir að blót hefjist jafnan á því að helga stund og stað. 

„Síðan köllum við til guði, gyðjur og góðar vættir til að styrkja okkur og drekkum heill þeirra. Við buðum upp á mandarínur og væna flís af feitum sauð,“ segir Hilmar. „Þetta er hin forna jólahátíð og ein stærsta hátíð Ásatrúarmanna.“

Um 200 manns létu kuldann ekki aftra sér og tóku þátt í blótinu í Öskjuhlíð í dag. Í kjölfarið verður mikil veisla, þar sem áhersla verður lögð á mat á þjóðlegu nótunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert