Bruggmálum hefur fjölgað

Alls hafa verið skráð 24 brot fyr­ir ólög­lega sölu áfeng­is og 26 fyr­ir brugg­un það sem af er þessu ári, að því er fram kem­ur af­brota­töl­fræði Rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá seg­ir að í nóv­em­ber hafi verið umræða um fjölg­un brugg­mála sem ber­ist til lög­reglu á land­inu.

Í skýrsl­unni má sjá þróun á fjölda brota vegna sölu og brugg­un­ar áfeng­is fyrstu ell­efu mánuði ár­anna 2001 til 2010. Sjá má hvernig brot­un­um fækkaði árin 2004 til 2008 en fjölgaði árið 2009 og eru fleiri fyrstu ell­efu mánuði þessa árs en síðustu ár.

Þá kem­ur framí skýrsl­unni að fjöldi hegn­ing­ar­laga­brota hafi verið  933 en brot­in hafi verið fleiri í nóv­em­ber 2005 ti l2009.

Um­ferðarlaga­brot voru einnig færri en síðustu ár, eða 3.371 sem jafn­gild­ir að meðaltali 112 slík­um brot­um á dag síðastliðin mánuð. Brot­in voru að meðaltali 186 á dag í nóv­em­ber 2007 þegar fjöldi þess­ara brota náði há­marki.

Fíkni­efna­brot voru 138 sem eru fleiri brot en í nóv­em­ber síðustu þrjú ár.

Skýrsla Rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert