Alls hafa verið skráð 24 brot fyrir ólöglega sölu áfengis og 26 fyrir bruggun það sem af er þessu ári, að því er fram kemur afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Þá segir að í nóvember hafi verið umræða um fjölgun bruggmála sem berist til lögreglu á landinu.
Í skýrslunni má sjá þróun á fjölda brota vegna sölu og bruggunar áfengis fyrstu ellefu mánuði áranna 2001 til 2010. Sjá má hvernig brotunum fækkaði árin 2004 til 2008 en fjölgaði árið 2009 og eru fleiri fyrstu ellefu mánuði þessa árs en síðustu ár.
Þá kemur framí skýrslunni að fjöldi hegningarlagabrota hafi verið 933 en brotin hafi verið fleiri í nóvember 2005 ti l2009.
Umferðarlagabrot voru einnig færri en síðustu ár, eða 3.371 sem jafngildir að meðaltali 112 slíkum brotum á dag síðastliðin mánuð. Brotin voru að meðaltali 186 á dag í nóvember 2007 þegar fjöldi þessara brota náði hámarki.
Fíkniefnabrot voru 138 sem eru fleiri brot en í nóvember síðustu þrjú ár.