Búast við 6.000 fjölskyldum

Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og Hjálparstofnun kirkjunnar eru með reglulegar úthlutanir.
Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og Hjálparstofnun kirkjunnar eru með reglulegar úthlutanir. mbl.is/Golli

Fjöldi þeirra fjölskyldna sem leita sér jólaaðstoðar hjálparsamtaka fyrir þessi jól gæti farið yfir sex þúsund.

Þegar hafa hátt í 1.800 fjölskyldur fengið úthlutaðan jólamat hjá Jólaaðstoðinni 2010 og Fjölskylduhjálp Íslands. Enn er tekið við skráningum hjá Fjölskylduhjálpinni.

Að sögn Reynis Sigurbjörnssonar, framkvæmdastjóra Jólaaðstoðarinnar 2010 sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálpræðisherinn, Hjálparsamtök kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík standa að, fengu hátt í 1.100 fjölskyldur aðstoð í gær en úthlutunin heldur áfram í dag og á morgun.

Hjá Fjölskylduhjálp Íslands verður tekið við skráningum til klukkan 14.00 í dag í síma 892-9603 en síðustu úthlutanir samtakanna fara fram í dag og á morgun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert