Jónína Rós segir ekki um níð að ræða

Jónína Rós Guðmundsdóttir.
Jónína Rós Guðmundsdóttir.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við mbl.is að einn tölvupóstur innan þingmannahóps Samfylkingarinnar sé að ræða varðandi ummæli um að Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, eigi að hugsa sinn gang. Segir Jónína að um mjög penan póst hafi verið að ræða þar sem þingmaður spyr um tillögur Lilju.

Jónína Rós gagnrýnir harðlega að birt séu tölvupóstsamskipti þingmanna á mbl.is. Í samtali við mbl.is segir Jónína að þó svo þingmenn innan Samfylkingarinnar séu að senda innan síns svæðis, samfylkingin@althingi.is, einhverja pósta sín á milli þá sé það fyrir neðan virðingu fjölmiðils að birta slík samskipti.

Hún segir póst Ólínu Þorvarðardóttur vera eina póstinn þar sem málefni Lilju séu til umfjöllunar og erfitt sé að sjá að um níð um Lilju sé að ræða. Níð sé eitthvað þegar vegið er að persónu einstaklings. Hvergi sé slíkt að finna í pósti Ólínu. Því skjóti skökku við að birt sé frétt um ítrekaða níðpósta gegn Lilju Mósesdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka