Lilja lögð í pólitískt einelti

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Atli Gísla­son, þingmaður Vinstri grænna, seg­ir að Lilja Móses­dótt­ir, flokks­syst­ir hans hafi al­mennt verið lögð í póli­tískt einelti í lang­an tíma. Atli seg­ist biðja um mál­efna­lega umræðu.

Atli seg­ist ekki hafa séð tölvu­pósta milli þing­manna Sam­fylk­ing­ar og VG um Lilju Móses­dótt­ur, sem greint hef­ur verið frá.

Hann seg­ist ekki vilja til­greina hverj­ir leggi Lilju í einelti. „Hún hef­ur verið í þeirri stöðu. Hún hef­ur mátt sæta mjög hast­ar­legri og órétt­mætri og ósann­gjarnri gagn­rýni fyr­ir mál­efna­leg­ar til­lög­ur,“ seg­ir Atli.

Hann seg­ir þetta eiga við um al­menna þjóðmá­laum­ræðu, ekki bara á þing­inu held­ur út um allt þjóðfé­lagið, þar sem Lilja hafi verið lögð í einelti.

Atli seg­ist biðja um mál­efna­lega umræðu. Nauðsyn­legt sé að lofta út og ræða þessi mál. „Nú reyn­ir á fólk hvort það vill taka mál­efna­lega umræðu eða halda sig við að per­sónu­gera þessi mál,“ seg­ir Atli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert