Lýðræðið mest á Norðurlöndum

Lýðréttindi eru mest á Norðurlöndum að mati EIU.
Lýðréttindi eru mest á Norðurlöndum að mati EIU.

Lýðræðið er mest á Norðurlöndunum að mati stofnunarinnar Economist Intelligence Unit, sem undanfarin þrjú ár hefur sent frá sér skýrslu um svonefnda lýðræðisvísitölu. Noregur fær hæstu einkunn hjá stofnuninni en síðan koma Ísland, Danmörk og Svíþjóð. Finnland er í 7. sæti. 

Í  nýrri skýrslu EIU er sett fram það mat að lýðræðið sé á undanhaldi og hafi verið frá árinu 2008 þegar fjármálakreppan reið yfir.  

Lýðræðisvísitalan byggir á mati á fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölræði, lýðréttindum, virkni ríkisstjórnar, pólitískri þátttöku og pólitískri menningu. 

Í efstu sætum á lista EIU eru þessi lönd:

  1. Noregur, 9,80
  2. Ísland 9,65
  3. Danmörk 9,52
  4. Svíþjóð 9,50
  5. Nýja-Sjáland 9,26
  6. Ástralía 9,22
  7. Finnland 9,19
  8. Sviss 9,09
  9. Kanada 9,08
  10. Holland 8,99.

Neðst á listanum eru Búrma, Úsbekistan, Túrkmenistan, Tsjad og Norður-Kórea, Raunar vekur athygli, að af 167 ríkjum í lýðræðisvísitölunni er yfir fjórðungur, eða 55, skilgreindur sem einræðisríki. 

Skýrsla EIU

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert