„Þorskurinn er mikilvægastur og mjög jákvætt að heildarvísitala þoskstofnsins hækkar um 20%,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ um niðurstöðu haustralls Hafrannsóknastofnunarinnar.
„Við töldum eftir vorrallið og ráðgjöfina í sumar að aflamarkið [í þorski] ætti að vera hærra og þetta styrkir það. Það þarf að breyta aflareglunni sem var sett í fyrra,“ sagði Friðrik. En breytir það einhverju fyrir þetta fiskveiðiár?
„Við teljum að það séu allar forsendur til þess á þessu fiskveiðiári að veiða meiri þorsk. Það hefur ekkert breyst. Þetta styrkir þá afstöðu,“ sagði Friðrik.