„Þetta eru mjög góð tíðindi,“ sagði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um niðurstöður haustralls Hafrannsóknastofnunarinnar. Hann segir niðurstöðurnar staðfesta það sem stofnunin hefur sagt í mati sínu á þorskstofninum á síðustu misserum.
Jón var spurður hvort þetta gæfi tilefni til að endurskoða aflaheimildir í þorski. Hann minnti á að ákvörðun um aflaheimildir sé tekin fyrir fiskveiðiárið. Jón benti einnig á að stofnmælingin að hausti sé einungis einn þáttur í mati Hafrannsóknastofnunarinnar á stærð og mati fiskistofnanna.
„Það er ljóst að þetta gefur væntingar til næstu framtíðar um möguleika á aukningu afla í þorski,“ sagði Jón.