Varðir fyrir nýjum lögum

mbl.is

Sam­kvæmt samn­ingi fjár­málaráðuneyt­is­ins við skila­nefnd Lands­bank­ans þarf NBI (Nýi Lands­bank­inn) að greiða skila­nefnd­inni bæt­ur vegna lækk­un­ar á verðmæti eigna NBI sem kann að hljót­ast af nýj­um regl­um eða lög­um sett­um af rík­inu.

Þetta kem­ur fram í um­sögn skila­nefnd­ar­inn­ar til efna­hags- og skatta­nefnd­ar vegna geng­islána­frum­varps­ins svo­kallaða. „Stofn­ist slík­ur bóta­rétt­ur verður fjár­hæð bót­anna bætt við höfuðstól skulda­bréfs sem NBI mun gefa út til LBI [innsk: skila­nefnd­ar­inn­ar] árið 2013,“ seg­ir í er­indi skila­nefnd­ar­inn­ar, sem á tæp­lega 20% hlut í NBI.

Með öðrum orðum mun skila­nefnd­in ekki tapa krónu á því ef geng­islána­frum­varpið eða aðrar laga­setn­ing­ar rýra verðmæti ákveðinna eigna­safna NBI, sem flutt voru úr gamla bank­an­um yfir í þann nýja.

Geng­islána­frum­varpið var samþykkt sem lög frá Alþingi um síðustu helgi. Efna­hags- og viðskiptaráðherra lagði fram frum­varpið, en því er ætlað að bregðast við niður­stöðu Hæsta­rétt­ar um að geng­is­trygg­ing lána sé ólög­mæt.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert