Vestfirðingum fækkar mest

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Íbúum á Vest­fjörðum hef­ur fækkað um 1000 manns á tíu árum.  Þórodd­ur Bjarna­son, pró­fess­or við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir það mikið áhyggju­efni.

Þetta kem­ur fram á frétta­vef Bæj­ar­ins besta á Ísaf­irði. Þar seg­ir að á Suður­fjörðunum haldi íbú­un­um áfram að fækka og meira en áður.

Fækk­un á Ísa­fjarðarsvæðinu hef­ur verið rúm 3% og Þórodd­ur tel­ur að þar sé að skap­ast al­var­legt ástand.

Hann seg­ir að tími sé kom­inn til að Vest­f­irðing­ar taki ákvörðun um hvort snúa eigi þessu við. Ekk­ert byggðarlag þoli svona mikla fækk­un.

Íbúum allra sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum fækkaði á síðasta ári að und­an­skild­um þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um.

Hlut­falls­lega hef­ur íbú­um fækkað mest í Bol­ung­ar­vík eða um 81 og eru Bol­vík­ing­ar nú 887 tals­ins sem þýðir að fækk­un­in er 8,5% milli ára.

Vefsíða Bæj­ar­ins besta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert