„VG gera allt til að losna við Lilju“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. MBL/Ómar Óskarsson

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, tel­ur að Vinstri græn geri nú allt sem þau geti til að flæma Lilju Móses­dótt­ur burt úr þing­flokkn­um og til þess sé beitt ýms­um brögðum.

„Árni Þór Sig­urðsson gaf í skyn í Kast­ljósi í gær að eng­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur hefðu verið lagðar fram við fjár­laga­frum­varpið, en það er ekki rétt. Lilja sagði sig meira að segja úr vinnu­hóp stjórn­arþing­manna um frum­varpið vegna þess að eng­ar af henn­ar til­lög­um fengu hljóm­grunn,“ seg­ir Þór.

Hann seg­ir að Lilja hafi reynt að ná fram breyt­ing­um á fjár­laga­frum­varp­inu frá því að það var lagt fram, en lítið hafi verið hlustað á hana.

„Það seg­ir meira en margt annað um þetta fjár­laga­frum­varp, að ekk­ert sé hlustað á Lilju Móses­dótt­ir, einn helsta sér­fræðing okk­ar í efna­hags­mál­um. Hún ætti að vera efna­hags­ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um.“

Þór seg­ir að málið snú­ist fyrst og fremst um „inn­herjapóli­tík.“ 

„Það er stríð inn­an þing­flokks Vinstri grænna. Þau eru að reyna að losna við Lilju og  beita til þess öll­um meðulum sem þau telja þurfa. Hún er sér­fræðing­ur­inn í þess­um mál­um og henn­ar skoðanir og hug­mynd­ir falla ekki að hug­mynd­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem Stein­grím­ur er að fram­fylgja. Þetta er ekk­ert flókn­ara en það, “ seg­ir Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert