Bryndís verður rektor

Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir verður rektor Há­skól­ans á Bif­röst og tek­ur því við starf­inu af Magnúsi Árna Magnús­soni, frá­far­andi rektor. Bryn­dís hef­ur störf 5. janú­ar næst­kom­andi en sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins átti ráðning­in sér skamm­an aðdrag­anda.

Ekki náðist í Magnús Árna sím­leiðis.

Hrafn­hild­ur Stef­áns­dótt­ir, formaður stjórn­ar Há­skól­ans á Bif­röst, seg­ir Magnús Árna hafa óskað eft­ir því í umræðum sem fram fóru um framtíð skól­ans hvort hann gæti snúið sér að kennslu við skól­ann.

„Há­skól­inn á Bif­röst verður efld­ur sem sjálf­stæður há­skóli og horfið hef­ur verið frá hug­mynd­um um sam­ein­ingu við aðra há­skóla. Þetta er niðurstaða stjórn­ar skól­ans, stjórn­enda hans og holl­vina sem hafa unnið sam­eig­in­lega að framtíðar­stefnu­mörk­un fyr­ir skól­ann á síðustu vik­um sem miðar að því að renna styrk­ari stoðum und­ir starf­semi hans og efla hann fag­lega og fjár­hags­lega,“ seg­ir Hrafn­hild­ur. 

„Magnús Árni Magnús­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst, hef­ur óskað eft­ir að láta af starfi rektors nú um ára­mót­in og hyggst snúa sér að kennslu og rann­sókn­um. Sam­komu­lag er um að hann starfi sem dós­ent við skól­ann frá sama tíma.

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir dós­ent og deild­ar­for­seti laga­deild­ar hef­ur verið ráðin rektor í stað Magnús­ar og verða form­lega rektor­skipti þann 5. janú­ar 2011 í Hriflu á Bif­röst.“

Hrafn­hild­ur seg­ir niður­stöðuna ánægju­lega.

„Mik­ill vilji og eind­rægni hafi ríkt í baklandi skól­ans um að tryggja framtíð Há­skól­ans á Bif­röst sem öfl­ugs skóla. Með ná­inni sam­vinnu stjórn­ar, starfs­manna og holl­vina skól­ans hafi það tek­ist.“ 

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert