Harma átök í VR

Hús verslunarinnar, þar sem höfuðstöðvar VR eru.
Hús verslunarinnar, þar sem höfuðstöðvar VR eru. Ómar Óskarsson

Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VFR, kom saman til fundar í kvöld og í ályktun er harmað að félagið dragist í sífellu inn í umræðu sem einkennt hefur verkalýðsfélagið VR. Eru átökin og óánægjan í stjórn VR hörmuð af stjórn VFR.

„Sjaldan eða aldrei eru hagsmunir launafólks að leiðarljósi. Innbyrðis deilur um völdin innan verkalýðsfélaganna eru á lægsta  plani og hamla sennilega því að launafólk fái bætt kjör. Verslunarmannafélag Reykjavíkur vill minna launafólk á að það eru lausir samningar. Verkalýðsforystan er að bregðast skyldum sínum og  ættu þess í stað að vera  að berjast fyrir bættum kjörum í stað  þess að allt púður fari í innbyrðisátök og sérhagsmuni," segir í ályktun stjórnar.

Þar segir ennfremur að mikilvægt sé að launafólk dragist ekki meira aftur úr með kjör sín, en þau hafi versnað umtalsvert eftir bankahrunið 2008.

„Ábyrgð verkalýðsforystunnar er mikil. Launafólk á heimtingu á að virðing og réttlæti sé gætt í hvívetna í störfum fyrir bættum kjörum launafólks," segir ennfremur í ályktunni sem stjórnarformaður VFR, Lúðvík Lúðvíksson, sendi Morgunblaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka