Jólaverslunin er nú að ná hámarki og hafa margir lagt leið sína sína í miðbæ Reykjavíkur í kvöld en verslanir eru víðast hvar opnar til kl. 22. „Þetta gengur glimrandi. Ég má eiginlega ekki vera að því að tala við þig,“ sagði Sigrún Hermannsdóttir, starfsmaður í bókaverslun Eymundsson í Austurstræti.
Sigrún segir að fólk láti ekki kuldann aftra sér frá því að fara í bókainnkaup fyrir jólin og á hún von að fjölmenni í miðbænum á morgun, Þorláksmessu, enda sé þá spáð snjókomu og þá dragi oft úr kuldanum. „Ég vona að þetta gangi allt eins vel og það hefur gert hingað til,“ segir hún. Á morgun verða verslanir opnar til kl 23.