Pantanir streyma inn hjá ríkissáttasemjara

Búast má við stífum fundarhöldum í húsnæði Ríkissáttasemjara eftir áramótin.
Búast má við stífum fundarhöldum í húsnæði Ríkissáttasemjara eftir áramótin. mbl.is/Eggert

Reiknað er með að kjaraviðræður komist á fulla ferð þegar vika er liðin af janúar. Nær allir kjarasamningar eru lausir eða losna um áramót og starfsfólk hjá ríkissáttasemjara býr sig undir mikil fundarhöld eftir áramótin. Fjölmargir hafa þegar bókað þar fundaraðstöðu.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, segir að bæði launanefnd sveitarfélaga og ríkið hafi haldið nokkra fundi með viðsemjendum í húsakynnum sáttasemjara á umliðnum vikum. Enn sé alveg óvíst hversu miklar annir verða hjá sáttasemjara á nýju ári. það ræðst m.a. af því hvort samtök launafólks verður í samfloti eða semja hvert fyrir sig. „Við bíðum og sjáum hvernig þetta verður. Það er búið að bóka töluvert fyrstu þrjár vikurnar í janúar,“ segir hún.

Í gær áttu Samtök atvinnulífsins fyrsta samningafundinn með samninganefnd Flóafélaganna svonefndu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir að farið hafi verið yfir meginlínur í kröfugerð en engar beinar launakröfur voru þó lagðar fram. Það verður gert eftir áramótin.

SA hefur einnig fundað með Starfsgreinasambandinu, Samiðn og samninganefnd verslunarmanna. Atvinnrekendur munu fara yfir málin fram í fyrstu viku janúar en þeir greindu frá því að eftir 10. janúar verði þeir tilbúnir að hefja viðræðurnar við samninganefndir launafólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert