Fréttaskýring: Skráningargjöld mun lægri en skólagjöld

Skólagjöld við háskóla
Skólagjöld við háskóla

Ásókn í há­skóla­nám á Íslandi hef­ur auk­ist í kjöl­far efna­hagskrepp­unn­ar á sama tíma og há­skól­un­um er gert að skera niður. Nú er svo komið við Há­skóla Íslands að á næsta ári er bú­ist við að nem­end­ur verði um 900 fleiri en rík­is­valdið greiðir með. Hef­ur Há­skólaráð hafið und­ir­bún­ing að aðgangstak­mörk­un­um og fækk­un starfs­fólks virðist nauðsyn­leg.

Rek­tor­ar rík­is­háskól­anna óskuðu einnig eft­ir að hækka skrán­ing­ar­gjald úr 45 þúsund krón­um í 65 þúsund. Laga­breyt­ingu þarf til að heim­ila slíka hækk­un en stjórn­völd höfnuðu þeirri leið.

Skrán­ing­ar­gjald við Há­skóla Íslands hef­ur staðið í stað frá ár­inu 2005 þegar það var hækkað í 45 þúsund krón­ur. Er það sama gjald og inn­heimt er í hinum rík­is­háskól­un­um, Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, Há­skól­an­um á Hól­um og Land­búnaðar­há­skóla Íslands.

Miðað við verðlags­for­send­ur fjár­laga frá 2005 væri gjaldið nú 70.000 krón­ur.

Mun hærri við einka­skól­ana

Þegar þær upp­hæðir eru born­ar sam­an við skóla­gjöld í einka­skól­un­um kem­ur í ljós að þær eru til­tölu­lega lág­ar. Nem­end­ur í grunn­námi við Há­skól­ann í Reykja­vík greiða 154 þúsund krón­ur á önn. Ef miðað er við þriggja ára nám er kostnaður við námið 924 þúsund krón­ur.

Á Bif­röst, þar sem boðið er upp á nám í viðskipta-, laga- og fé­lags­vís­inda­deild, greiða nem­end­ur 8.600 krón­ur fyr­ir hverja ECTS-ein­ingu en grunn­náms­gráður eru 180 slík­ar ein­ing­ar. Heild­ar­kostnaður við grunn­nám þar nem­ur því rúm­lega einni og hálfri millj­ón.

Skóla­gjöld við Lista­há­skóla Íslands voru hækkuð fyr­ir þetta skóla­ár um 7,3% í sam­ræmi við hækk­un neyslu­vísi­tölu og greiða nem­end­ur þar nú 343.360 krón­ur fyr­ir árið. Þriggja ára nám við LHÍ kost­ar því list­nema rúma millj­ón króna.

Veru­leg von­brigði

„Þetta er ákveðin þver­sögn. Okk­ur er gert að taka inn stúd­enta sem hafa til þess rétt­indi en án þess að fjár­fram­lög fylgi. Við meg­um ekki taka gjöld fyr­ir og við meg­um ekki hækka skrán­ing­ar­gjald. Þetta set­ur okk­ur í mjög erfiða stöðu,“ seg­ir hún.

Lyk­il­atriði sé að staðinn verði vörður um gæði náms­ins en nú sé komið að þeim mörk­um að þau verði ekki tryggð nema eitt­hvað annað komi til.

Seg­ir Krist­ín að ef ekki verði á því tekið sé bæði verið að hlunn­fara nem­end­ur og sam­fé­lagið sem þurfi á vel­menntuðu há­skóla­fólki að halda.

Einnig hef­ur verið rætt um fækk­un starfs­fólks við skól­ann.

„Þessi niður­skurður þýðir að það þarf áfram að fækka fólki bæði með upp­sögn­um og lækk­un starfs­hlut­falla. Við höf­um þegar gert það en verðum að halda því áfram,“ seg­ir Krist­ín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka