Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun, en búist er við hvassviðri eða stormi með snjókomu við suðurströndina í nótt.
Veðurspá næsta sólarhring er þannig að spáð er vaxandi austanátt sunnan til í kvöld með snjókomu,
15-23 m/s í nótt, hvassast við ströndina. Annars mun hægari vindur og
þurrt. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, en dálítil él
sunnan og austantil. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins.