Yfirlýsingarnar ekki skuldbindandi

Eiríkur Tómasson.
Eiríkur Tómasson. mbl.is

Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra haustið 2008 um að eign­ir spari­fjár­eig­enda í bönk­um væru ör­ugg­ar voru á eng­an hátt skuld­bind­andi fyr­ir ríkið þar sem þær áttu sér enga stoð í lög­um. Ei­rík­ur Tóm­as­son laga­pró­fess­or seg­ir að dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í dag, þar sem ríkið er sýknað af kröf­um eig­enda pen­inga­bréfa í Lands­bank­an­um, komi ekki á óvart.

Stefn­end­urn­ir í mál­inu vísuðu m.a. til þess að Glitn­is­helg­ina svo­nefndu í lok sept­em­ber hafi ráðherr­ar og emb­ætt­is­menn keppst við að róa reiðufjár­eig­end­ur og lýst því yfir að eign­ir þeirra í bönk­un­um væru ör­ugg­ar. Dóm­ur­inn bend­ir hins veg­ar á að um­rædd­ar yf­ir­lýs­ing­ar og um­mæli ráðherra verði ekki tald­ar lof­orð í skiln­ingi kröfu­rétt­ar.

Ei­rík­ur seg­ir að ef yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra eiga að binda ríkið þurfi það að vera í formi laga eða styðjast við ákveðna laga­heim­ild. ,,Það eru til dóm­ar um að yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra og jafn­vel samn­ing­ar sem ekki hafa átt sér stoð í lög­um, t.d. í fjár­lög­um, hafa ekki verið tald­ir skuld­bind­andi fyr­ir ríkið. Þessi niðurstaða kem­ur í sjálfu sér ekk­ert á óvart,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Ei­rík­ur seg­ir von að fólk hafi treyst yf­ir­lýs­ing­um af þessu tagi. „Það hafa verið gef­in ákveðnari lof­orð eða jafn­vel gerðir samn­ing­ar án þess að það væri stoð fyr­ir þeim í lög­um og eft­ir at­vik­um í fjár­lög­um,“ seg­ir hann.

„Þegar um er að ræða einka­banka eða einka­fyr­ir­tæki sem ekki er með ábyrgð rík­is­ins á sín­um skuld­bind­ing­um þá þarf meira að koma til en ein­föld yf­ir­lýs­ing ráðherra,“ seg­ir Ei­rík­ur.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka