Breytt áætlun Herjólfs

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson

Vegna slæmra veður­skil­yrða mun Herjólf­ur ekki sigla til Land­eyja­hafn­ar fyrri hluta dags eins og gert var ráð fyr­ir. Ákvörðun hvort ferj­an geti siglt til Land­eyja­hafn­ar síðdeg­is verður tek­in eft­ir nokkr­ar klukku­stund­ir.

Varað var við því á vef Herjólfs í gær að öldu­spá fyr­ir dag­inn í dag, Þor­láks­messu, væri ekki góð. Var vænt­an­leg­um farþegum því bent á að sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn gætu trufl­ast fyrri hluta dags í dag.

Þá er tekið fram í sím­svara Herjólfs að ferj­an sigli til Þor­láks­hafn­ar í dag en hjá fyr­ir­tæk­inu feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að ef til vill yrði hægt að sigla til Land­eyja­hafn­ar síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert