Frost mældist 26,2°C í nótt

Mjög kalt var á norðaust­ur­hluta lands­ins í nótt og fór frostið niður í 26,2°C á Hólas­andi, 25,2° á Mý­vatns­ör­æf­um og 23,9° á Brú á Jök­ul­dal, sam­kvæmt vef Veður­stof­unn­ar. Held­ur hef­ur dregið úr frost­inu þegar liðið hef­ur á morg­un­inn en á Mý­vatns­ör­æf­um er nú 21,8°C frost.

Mesti kuldi sem mælst hef­ur síðustu ár á Norðaust­ur­landi í jóla­mánuðinum var 26,5°C árið 1982. Kulda­met allra tíma á land­inu stend­ur hins­veg­ar enn síðan frosta­vet­ur­inn mikla árið 1918, en þá mæld­ist frostið 38°C á Gríms­stöðum og Möðru­dal. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka