Mjög kalt var á norðausturhluta landsins í nótt og fór frostið niður í 26,2°C á Hólasandi, 25,2° á Mývatnsöræfum og 23,9° á Brú á Jökuldal, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Heldur hefur dregið úr frostinu þegar liðið hefur á morguninn en á Mývatnsöræfum er nú 21,8°C frost.
Mesti kuldi sem mælst hefur síðustu ár á Norðausturlandi í jólamánuðinum var 26,5°C
árið 1982. Kuldamet allra tíma á landinu stendur hinsvegar enn síðan
frostaveturinn mikla árið 1918, en þá mældist frostið 38°C á
Grímsstöðum og Möðrudal.