„Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og formaður VG, seg­ir að ef rík­is­stjórn­inni tak­ist ætl­un­ar­verk sitt, að koma þjóðarskút­inni af strandstað, muni það hafa „stór­póli­tísk og lang­vinn áhrif“. Hann seg­ir því fylgi mik­il ábyrgð að velta stein­um í göt­una.

Stein­grím­ur send­ir flokks­fé­lög­um sín­um jóla- og ára­móta­kveðju á vef flokks­ins. Hann fer þar yfir verk­efni flokks­ins og ár­ang­ur í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Hann seg­ir að sam­kvæmt fjár­lög­um næsta árs verði tæp­lega 1% af­gang­ur af frum­jöfnuði í rekstri rík­is­ins (15,5 m kr.). „Gangi það eft­ir verður Ísland eitt af aðeins 8 – 10 OECD ríkj­um sem ná já­kvæðum frum­jöfnuði á næsta ári. Fáir hefðu spáð að það tæk­ist haustið 2008. Þess­um ár­angri tókst að ná við loka­af­greiðslu fjár­laga þó veru­lega væri dregið úr niður­skurði einkum til vel­ferðar­mála og sums staðar bætt við.“ 

„Nærri get­ur að oft hef­ur reynt á að taka svari flokks­ins og verja marg­ar erfiðar ákv­arðanir sem við höf­um orðið að taka í þágu þess verk­efn­is sem við tók­um að okk­ur. Og hvaða verk­efni var það? Jú, eitt um­fram allt annað og stærri verða þau nú varla verk­efn­in sem ein stjórn­mála­hreyf­ing tek­ur að sér. Við tók­um að okk­ur að hafa for­ystu um að reisa Ísland úr rúst­um ný­frjáls­hyggju- og einka­væðing­ar­stefn­unn­ar og, það er að tak­ast. Við erum að nálg­ast bakk­ann eft­ir tveggja ára bar­áttu út í straum­vatn­inu.

Tali hver fyr­ir sig, en und­ir­ritaður hef­ur ekki í hyggju að missa móðinn þegar land­taka er í aug­sýn. Það skyldi nú ekki vera að mar­tröð íhalds- og aft­ur­haldsafl­anna sé ein­mitt sú að fyrstu hreinu vinstri stjórn lýðveld­is­sög­unn­ar kunni að tak­ast það risa­vaxna verk­efni að koma þjóðarskút­inni af strandstað, þangað sem þau öfl sigldu henni, á kjöl og sigl­ingu á nýj­an leik. Stór­póli­tísk og lang­vinn áhrif þess að okk­ur tak­ist ætl­un­ar­verkið skyldi eng­inn van­meta. Stein­um sem velt er í göt­una fylg­ir mik­il ábyrgð,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Jóla­kveðja Stein­gríms

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert