Sami maður við allar hliðar borðsins

Merki 365 miðla.
Merki 365 miðla.

Íslenskri afþreyingu, áður 365 hf., var samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær óheimilt að greiða upp lán frá Íslandsbanka sumarið 2009 en með þeim gjörningi var öðrum kröfuhöfum Íslenskrar afþreyingar mismunað.

Í lok ágúst 2008 fékk 365 hf. 305 milljóna kr. lán á 24% vöxtum í raun. Fjallað er um dóminn í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, en þar segir að héraðsdómur segi, að sami maður, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi verið við allar hliðar borðsins þegar Glitnir veitti 365 lánið til að kaupa eigin bréf og afskrá félagið og í kjölfarið selja fjölmiðlahlutann til Rauðsólar, félags í eigu Jóns Ásgeirs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert