Jólin eru einstök reynsla

00:00
00:00

Jól­in voru hringd inn klukk­an 18 í kvöld í kirkj­um lands­ins og sóttu marg­ir aft­an­söng en víða eru einnig miðnæt­ur­mess­ur síðar í kvöld.

„Og þannig eru jól­in, þau eru per­sónu­leg­ur veru­leiki og ein­stök reynsla hverr­ar mann­eskju, þau eru ekki háð ytri um­gjörð en við tjá­um þau hins veg­ar með ljós­un­um og skraut­inu og matn­um og gjöf­un­um og það er bara gott,“ seg­ir Hild­ur Eir Bolla­dótt­ir, prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju í jóla­hug­vekju á mbl.is.

Hún seg­ir einnig að í gegn­um árin hafi kirkj­an verið „alltof dug­leg við að skamma fólk fyr­ir neyslu­mynst­ur jól­anna, í stað þess að sjá að þetta er tján­ing, vissu­lega er ekki gott að tján­ing­in brenni vísa­kortið eða umbreyt­ist í græðgi á kostnað annarra en við erum í heild­ina skyn­söm þjóð og vit­um hvað til okk­ar friðar heyr­ir.“

Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins ósk­ar les­end­um sín­um nær og fjær gleðilegra jóla. 

Jesúbarnið er að koma! Ef ein­hver held­ur að krist­in trú muni brátt heyra sög­unni til líkt og sjón­varps­laus fimmtu­dags­kvöld eða ópal í blá­um pökk­um, þá er sá hinn sami eitt­hvað laustengd­ur veru­leik­an­um.

Þegar ég var barn í Lauf­ási taldi ég mér trú um að jól­in hefðu fyrst fundið sér stað á þess­um til­tekna bletti í Grýtu­bakka­hreppi, all­ar til­raun­ir til að rekja upp­haf jól­anna til Bet­lehem, borg­ar Davíðs, náðu ein­ung­is inn að hægra heila­hveli þar sem þekk­ing mín fest­ir helst ræt­ur en til hjart­ans lágu vegatálm­ar því jól­in voru bara í Lauf­ási.

Þar lá Jesúbarnið í am­er­ískri jötu á stærð við litla fing­ur og María og Jósep mændu syk­ur­sæt á frumb­urðinn eins og Hollywood­stjörn­ur, gott ef María var ekki strax kom­in með slétt­an kvið og Jósep var ekki vit­und þreytu­leg­ur þrátt fyr­ir þriggja daga ferð um óbyggðir Palestínu og svefn­lausa nótt í gripa­húsi þar sem korn­ung unn­usta hans var að fæða barn í heysátu.

Ég er ekki viss um að nú­tíma­feður væru til­bún­ir að skipta á því og lazy­boystóln­um á Hreiðrinu með Séð og heyrt í ann­arri og nuddol­íu í hinni.

En s.s. þarna var mitt Bet­lehem, á stofu­borðinu heima í Lauf­ási, og inn í þenn­an fal­lega veru­leika dróst ég á meðan pabbi lék Bing Cros­by á grammó­fón, „I'm dream­ing of a white christ­mas“ og mamma steikti flesk­dregn­ar rjúp­ur ofan í ómegðina. Þetta Bet­lehem var keypt í Am­er­íku en um leið og það var komið inn á heim­ilið varð það mitt eigið Bet­lehem, hvorki am­er­ískt né ísra­elskt.

Og þannig eru jól­in, þau eru per­sónu­leg­ur veru­leiki og ein­stök reynsla hverr­ar mann­eskju, þau eru ekki háð ytri um­gjörð en við tjá­um þau hins veg­ar með ljós­un­um og skraut­inu og matn­um og gjöf­un­um og það er bara gott. Veistu af hverju ég ótt­ast það aldrei að krist­in trú muni enda á Þjóðminja­safn­inu eins og síðasta Sinalcoflask­an? Það er vegna þess að hún er lif­andi veru­leiki, hef­urðu séð lif­andi mann­eskju sem safn­grip? Nei, a.m.k. vona ég að svo sé ekki. Krist­in trú er lif­andi veru­leiki sem þýðir að hún hef­ur áhrif, allt sem lif­ir hef­ur áhrif á skiln­ing­ar­vit okk­ar og þar með til­finn­inga­líf, þess vegna tjá­um við okk­ur með ytri um­búnaði, ljós­um og skrauti, ekki vegna þess að við séum svo dæma­laust hé­góm­leg, held­ur vegna þess að við erum í eðli okk­ar að þakka í mann­leg­um van­mætti okk­ar.

Í gegn­um árin hef­ur kirkj­an verið alltof dug­leg við að skamma fólk fyr­ir neyslu­mynst­ur jól­anna, í stað þess að sjá að þetta er tján­ing, vissu­lega er ekki gott að tján­ing­in brenni vísa­kortið eða umbreyt­ist í græðgi á kostnað annarra en við erum í heild­ina skyn­söm þjóð og vit­um hvað til okk­ar friðar heyr­ir.

Í aðdrag­anda jóla eru viðbrögð okk­ar svipuð og þegar barn er vænt­an­legt í heim­inn, þá kaup­um við klæðnað, kerr­ur og leik­föng og við þríf­um og við telj­um niður, skoðum þroska­ferli fóst­urs á net­inu og þegar barnið loks kem­ur í heim­inn er klæðnaður­inn og kerr­an og leik­föng­in al­gjört auka­atriði, við mun­um varla slóðina að vefsíðunni sem var opin alla meðgöng­una en þetta var samt tján­ing­ar­form til­hlökk­un­ar­inn­ar og þakk­læt­is­ins fyr­ir lífið.

Og þannig er það líka þegar við setj­umst niður við kvöld­verðar­borðið á aðfanga­dags­kvöld og horf­umst í augu við prúðbúna ást­vini okk­ar, þá skynj­um við að lífið er mátt­ugra en gjörðir okk­ar og dýpra en hug­ur okk­ar og stærra en hjartað, og samt er það lítið barn í viðkvæm­um lík­ama, með fálm­andi hend­ur, ómálga óviti sem ber hina skil­yrðis­lausu elsku inn í þenn­an heim, elsk­una sem frels­ar okk­ur und­an oki sekt­ar og ótta.

Bet­lehem er þar sem þú skynj­ar mennsku þína, að þú ert elskuð mann­eskja, dýr­mæt vegna þess að Guð elsk­ar þig og á þig, þess vegna er Bet­lehem bæði í Ísra­el og Grýtu­bakka­hreppi já og í Am­er­íku þó að María hafi ef­laust ekki verið með slétt­an kvið á jólanótt og Jósep hafi lík­lega verið með dá­litla bauga.

Nei á meðan mann­eskj­ur hafa þörf fyr­ir að elska og þakka mun Jesúbarnið koma aft­ur og aft­ur.Guð geymi þig og þína á þess­um jól­um.

Hild­ur Eir Bolla­dótt­ir

mbl.is
Hildur Eir Bolladótir
Hild­ur Eir Bolla­dót­ir mbl.is/​Skapti
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert