Ráðist á lögreglumann

Skotið var á íbúðarhús og ráðist á lögreglumann í Bústaðahverfinu …
Skotið var á íbúðarhús og ráðist á lögreglumann í Bústaðahverfinu í dag, aðfangadag. mbl.is/Júlíus

Lögreglumaður var kýldur í andlitið og er hugsanlega nefbrotinn eftir að til átaka kom í Bústaðahverfinu í Reykjavík um hádegi í dag í tengslum við skotárásarmál. Eftir að hafa ráðist á lögreglumanninn lagði  árásarmaðurinn á flótta. Var mikil leit gerð að honum og fannst hann skömmu síðar og var handtekinn. Lögreglumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að handtaka alla þá sem komu að skotárásarmálinu í Bústaðahverfinu í morgun. Skotið var úr haglabyssu á útidyrahurð, að minnsta kosti þremur skotum. Lögreglan handtók fljótlega menn sem tengdust málinu og lagði hald á skotvopnið.

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom að aðgerðum í dag sem og sérsveit ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert