Sækja í auknum mæli út í nám

Námsmönnum erlendis hefur fjölgað á ný.
Námsmönnum erlendis hefur fjölgað á ný. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenskir námsmenn við erlenda háskóla eru nú orðnir fleiri en þeir voru veturinn fyrir kreppu, en í millitíðinni fækkaði talsvert í þeim hópi.

Haustið 2008 héldu margir að sér höndum og hættu við að sækja um rándýrt nám í útlöndum á meðan óstöðugleikinn var sem mestur. Einnig sáu sumir íslenskir námsmenn sér ekki annað fært en að hætta námi og snúa heim vegna gengisfalls krónunnar.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að útlit sé fyrir að þessi þróun haldi áfram, ef marka megi þann metfjölda sem tók í haust alþjóðlegt stöðupróf í ensku, TOEFL, sem flestir skólar sem kenna á ensku krefjast af umsækjendum. Metaðsókn var í TOEFL-prófið í fyrra en í ár var það met slegið og þurfti að bæta við auka-prófdegi nú í desember þar sem fljótt fylltist í öll sæti.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert