Fréttaskýring: Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings

Neytendur munu strax finna fyrir hækkunum á eldsneyti, áfengi og …
Neytendur munu strax finna fyrir hækkunum á eldsneyti, áfengi og tóbaki vegna sérstakrar hækkunar sem ákveðin hefur verið á þessum vörum. mbl.is/Kristinn

Hækk­an­ir á skött­um og gjöld­um til rík­is, sveit­ar­fé­laga og op­in­berra fyr­ir­tækja um ára­mót skerða ráðstöf­un­ar­tekj­ur lands­manna. Áhrif­in hafa ekki verið reiknuð út í heild en þau dreifast mis­jafn­lega eft­ir þjóðfé­lags­hóp­um og ráðast að hluta til af því hvar fólk býr. Gjald­skrár í Reykja­vík hækka tölu­vert um­fram al­mennt verðlag.

Tekju­skatt­ur til rík­is­ins breyt­ist ekki. Hann er áfram í þrem­ur þrep­um, eins og tekið var upp í fyrra. Per­sónu­afslátt­ur er óbreytt­ur, 44.205 krón­ur á mánuði. Skatt­leys­is­mörk­in lækka ör­lítið. Fólk get­ur haft 123.417 krón­ur á mánuði án þess að greiða skatt. Er þá búið að taka til­lit til lög­bund­ins iðgjalds launþega í líf­eyr­is­sjóð.

Vegna til­færslu á þjón­ustu við fatlaða frá ríki til sveit­ar­fé­laga nú um ára­mót­in fengu sveit­ar­fé­lög­in heim­ild til að hækka út­svar um 1,20% enda er gert ráð fyr­ir til­svar­andi lækk­un á tekju­skatts­hlut­föll­um rík­is­ins á móti. Öll sveit­ar­fé­lög lands­ins nýttu þessa heim­ild og sjö hækkuðu út­svarið um­fram það. Í þeim hópi eru Reykja­vík, Seltjarn­ar­nes og Mos­fells­bær. 66 af 76 sveit­ar­fé­lög­um lands­ins nýta nú til fulls heim­ild­ir til álagn­ing­ar út­svars.

Hækk­un út­svars í þess­um sjö sveit­ar­fé­lög­um leiðir til þess að meðal­útsvar hækk­ar og þar með staðgreiðsla en hún tek­ur mið af meðal­útsvari og tekju­skatti. Staðgreiðslu­hlut­fall árs­ins 2011 verður 37,31 á tekj­ur í fyrsta tekju­skattsþrepi, í stað 37,22% í fyrra. Staðgreiðslan í öðru þrepi er 40,21% og 46,21% á tekj­ur í þriðja þrepi.

Ríkið tek­ur 1% af laun­un­um til viðbót­ar

Sem dæmi um bein­ar skatta­hækk­an­ir má nefna hækk­un á fjár­magn­s­tekju­skatti, tekju­skatti fyr­ir­tækja, auðlegðarskatti og erfðafjárskatti og breyt­ing­ar á barna­bót­um og vaxta­bót­um. Þá hef­ur verið samþykkt­ur sér­stak­ur skatt­ur á fjár­mála­stofn­an­ir.

Neyt­end­ur munu strax finna fyr­ir hækk­un­um á eldsneyti, áfengi og tób­aki vegna sér­stakr­ar hækk­un­ar sem ákveðin hef­ur verið á þess­um vör­um.

Alþýðusam­band Íslands tel­ur að breyt­ing­ar á tekju­öfl­un rík­is­ins leiði til allt að 1% rýrn­un­ar á ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­anna. Hækk­an­ir á gjald­skrám og skött­um sveit­ar­fé­laga koma þar til viðbót­ar.

Jó­hann­es Gunn­ars­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, seg­ir að sam­tök­in hafi lagst gegn þess­um hækk­un­um. „Við telj­um að heim­il­in þoli ekki meira og raun­ar hafa mörg ekki þolað þær hækk­an­ir sem orðið hafa.“ Hann vek­ur at­hygli á því að hækk­an­ir á óbein­um skött­um fari beint út í verðlagið og því greiði fólk þær í annað sinn með hækk­un verðtryggðra lána.

Gefa sund­kort í jóla­gjöf

Ekki fékkst í gær yf­ir­lit yfir gjald­skrár­hækk­an­ir hjá Reykja­vík­ur­borg. Fram kom við gerð fjár­hags­áætl­un­ar að gjald­skrár hækka al­mennt tals­vert um­fram verðlags­breyt­ing­ar, auk hækk­un­ar á út­svari. Það er rök­stutt með því að þær hafi ekki hækkað síðustu árin. Breyt­ing­arn­ar eru þó ekki all­ar á einn veg, hægt er að finna þjón­ustu sem hætt verður að rukka fyr­ir.

Sem dæmi um gjald­skrár­hækk­an­ir má nefna að gjald fyr­ir að fara í sund verður 450 kr. í stað 360. Ekki eru eins mikl­ar hækk­an­ir á kort­um. Vegna boðaðra hækk­ana á þjón­ustu sundstaða hef­ur borið á því að íbú­ar hamstri sund­kort, jafn­vel til að gefa í jóla­gjöf. Leik­skóla­gjöld hækka, einnig skóla­máltíðir og ýmis önn­ur þjón­usta við íbúa borg­ar­inn­ar.

Sömu sögu má segja af fyr­ir­tækj­um sveit­ar­fé­laga. Ekki er langt síðan mikl­ar hækk­an­ir voru ákveðnar á gjald­skrá Orku­veitu Reykja­vík­ur. Þá má nefna hækk­un á gjaldi í strætó um ára­mót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert