Veður versnar aðra nótt

Jólin verða hvít um allt land.
Jólin verða hvít um allt land. Skapti Hallgrímsson

Veður mun haldast tiltölulega óbreytt á landinu í dag og í kvöld, en þegar líða tekur á aðfaranótt annars í jólum gæti orðið vonskuveður á landinu.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jólin verði líklegast hvít um allt land í kvöld, en hlýna tekur á landinu aðra nótt. Hvessa mun á landinu og talsverð úrkoma verða, sérstaklega á Suðurlandi eystra.

Ekki er ólíklegt að þrumur og eldingar verði á landinu næstu tvo dagana. Þrumur mældust suðaustur af landinu í dag, ekki fjarri Færeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert