160 guðsþjónustur í Reykjavík

Húsfyllir var við báðar guðsþjónustur gærdagsins í Hallgrímskirkju.
Húsfyllir var við báðar guðsþjónustur gærdagsins í Hallgrímskirkju. Ómar Óskarsson

Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju og prófastur í Reykjavík, segir að 160 guðþjónustur og helgistundir séu haldnar í Reykjavík þessi jólin.

„Þessi aðventa hefur verið mjög góð. Margir þeirra presta sem ég hef rætt við telja að frekar hafi mátt merkja aukningu í ár frá því í fyrra. Það er mikið fagnaðarefni,“ segir Jón Dalbú í samtali við mbl.is

Að sögn Jóns var fullt út úr dyrum við guðsþjónustur í Hallgrímskirkju í gær, bæði klukkan sex og hálftólf að kvöldi, þó að ívið í fleiri hafi komið í messuna klukkan sex. „Í bæði skiptin komu þó svo margir að einhverjir þurftu að standa, ekki voru næg sæti,“ segir Jón. 

Ekki hefur verið tekið saman heildarfjöldi þeirra sem sótti sér guðsþjónustu í gær á Aðfangadegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert