6 handteknir vegna skotárásar

Skotið var á íbúðarhús og ráðist á lögreglumann í Bústaðahverfinu …
Skotið var á íbúðarhús og ráðist á lögreglumann í Bústaðahverfinu í gær, aðfangadag. mbl.is/Júlíus

Alls voru sex manns handteknir vegna skotárásarinnar í Bústaðahverfinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm manns gistu fangageymslur lögreglunnar vegna málsins.

Þeir sem handteknir voru í gær voru samkvæmt heimildum mbl.is í annarlegu ástandi og í einhverjum tilfellum undir áhrifum örvandi efna. Yfirheyrslur stóðu vel fram á aðfangadagskvöld og var áfram haldið í morgun. Tekin verður ákvörðun í hádeginu hvort mennirnir verða úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en samkvæmt heimildum mbl.is er afar líklegt að einhver mannanna þurfi að sitja áfram í fangelsi.

Mbl.is greindi frá því í gærkvöld að skotið var úr haglabyssu á útidyrahurð einbýlishúss í Bústaðahverfinu, að minnsta kosti þremur skotum. Íbúar hússins voru heima við þegar árásin átti sér stað. Lögreglan handtók fljótlega menn sem tengdust málinu og lagði hald á skotvopnið. Lögreglumaður nefbrotnaði í átökum við árásarmennina í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert