Fjöldi í mat hjá Hjálpræðishernum

Margir leita til Hjálpræðishersins um jólin.
Margir leita til Hjálpræðishersins um jólin.

Alls snæddu 142, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff, jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Þá gistu 15 manns í gistiskýlinu í Þingholtsstræti í nótt.

90 manns voru skráðir í mat hjá Hjálpræðishernum en einnig voru mættir 50 sjálfboðaliðar. Forsetahjónin bættust svo við og samkvæmt upplýsingum frá hernum aðstoðaði forsetafrúin sjálfboðaliðina við störf sín, þ. á m. við að ganga frá eftir matinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert