Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann fyrir innbrotstilraun í um sexleytið í morgun, en hann hafði gengið milli húsa í austurhluta Reykjavíkur og reynt að komast inn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er einstaklingurinn sem handtekinn var síbrotamaður og einn góðkunningja lögreglunnar. Viðkomandi var í kjölfarið vistaður hjá lögreglunni.
Það var árvökull nágranni sem tilkynnti um innbrotstilraunina, en sá hafði fylgst með manningum ganga milli húsa og reyna að spenna upp glugga.