Gekk á milli húsa og reyndi að komast inn

Kúbein
Kúbein Þorkell Þorkelsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók mann fyr­ir inn­brot­stilraun í um sex­leytið í morg­un, en hann hafði gengið milli húsa í aust­ur­hluta Reykja­vík­ur og reynt að kom­ast inn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni er ein­stak­ling­ur­inn sem hand­tek­inn var sí­brotamaður og einn góðkunn­ingja lög­regl­unn­ar. Viðkom­andi var í kjöl­farið vistaður hjá lög­regl­unni.

Það var ár­vök­ull ná­granni sem til­kynnti um inn­brot­stilraun­ina, en sá hafði fylgst með mann­ing­um ganga milli húsa og reyna að spenna upp glugga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert