Hvað eru jólin?

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Ómar

Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt. Þetta segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands í pistli á vefnum tru.is, en pistillinn ber yfirskriftina „Hvað eru jólin?“

„ Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita,“ segir biskup.

Hvað eru jólin?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert