Margir sóttu messur í Fríkirkjunni

Fríkirkjan í Reykjavík.
Fríkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Áætlað er að um þúsund manns hafi komið í Fríkirkjuna við Tjörnina í Reykjavík á aðfangadagskvöld en tvær messur voru haldnar þar í gærkvöldi. Hjörtur Magni Jóhannesson, prestur, segir að í 111 ára sögu safnaðarins hafi aldrei verið önnur eins aðsókn. 

Hjörtur Magni segir, að í messunni klukkan 18.00 hafi bekkurinn í kirkjunni verið nokkuð þétt setinn en kirkjan tekur upp undir 500 manns í sæti.

Í miðnæturmessu klukkan 23.30. hafi síðan hver fermetri verið nýttur, allstaðar setiðþar sem fólk gat komi sér fyrir og staðið meðfram veggjum og í gangvegum.

Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari fluttu þá tónlist ásamt strengjasveit og og Fríkirkjukórnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert